Stína tímarit um bókmenntir og listir.


Til lesenda


Á ţessum vođalegu haustdögum ţar sem margir fá ekki sofiđ fyrir hugsunum um framtíđ heimsins, stríđsrekstur og mögulega heimskreppu, minnist ég ţess ađ hafa eitt sinn byrjađ í nýjum skóla sem hét Flensborg, eins og borgin í Ţýskalandi. Ţar mćtti ég í flauelsjakka af föđur mínum í kennslustund í ensku og viđ hátt kennaraborđiđ sat bláklćddur mađur, í seilorpeysu eins og viđ stelpurnar vorum ađ rćna af feitu strákunum ţví viđ vildum hafa peysurnar stórar, en kennarinn var tággrannur, í gallabuxum, krullhćrđur og međ kringlótt gleraugu úr gulli. Í svona bć eins og Hafnarfirđi fyrir ţrjátíu árum var týpa eins og hann hvítur hrafn. Svo unglingunum ţótti öruggara ađ opna betur eyrun, ţó ţau vćru galopin eins og unglinga er vani, og leggja viđ hlustir. Viđ Solla, vinkona mín, skráđum okkur af forvitni í leiklistarklúbbinn og lékum undir leikstjórn hans indjána í leikritinu Indjánar en hann fann uppá ţví bragđi ađ láta strákana leika kúrekana og hvítu mennina og stelpurnar leika indjánana. Leikstjórinn og enskukennarinn hét Árni Ibsen.
Seinna fengum viđ ađ kynnast leikverkum hans og setti hann til dćmis eitt ţeirra upp sjálfur, Skjaldbakan kemst ţangađ líka. Verkiđ varđ strax viđ fyrstu upp­fćrslu klassík, besta leikrit sem skrifađ hefur veriđ á íslensku. Árni skrifađi mörg fleiri leikrit og lék sér međ formiđ og ađ áhorfandanum og fór létt međ ađ nota íslenskt talmál sem frjósaman efniviđ. Enda man ég ţađ enn og hvar ég sat, hrokafullur krakki í öftustu röđ viđ glugga, ţegar hann sagđi okkur af ţeim leiđa ávana á íslensku leikefni fyrir sviđ og sjónvarp ađ láta persónurnar tala svo ljóđrćnt mál eins og upp úr bók og gaf okkur dćmi:
... mér líđur eins og ... brotinni bílrúđu í rigningu ... rúđan hefur splundrast en helst ţó saman ... ţannig líđur mér ástin mín ... Árni Ibsen kom díalógnum niđur á jörđina. Eftir hann liggja mörg verk, bćđi leikrit og ljóđ, og ţýđingar á ljóđum og leikritum úr ensku. Hann lést ađfaranótt 21. ágúst á ţessu ári um ţađ leyti ađ laufin byrjuđu ađ gulna og fćddist í Stykkishólmi ţann 17. maí 1948. Stína vonast til ađ sjá leikritiđ Skjaldbakan kemst ţangađ líka fćrt á leiksviđ viđ fyrsta tćkifćri. Leikritiđ á erindi viđ okkar tíma.

f. h. ritstjórnar
Kristín Ómarsdóttir


        Forsíđan


        Stínurnar


        Höfundar


        Nýtt efni


        Stina
        International


        Áskrift


        Ritstjórn


        Fréttir


        Krćkjur