Ţrjú ljóđ eftir Jón Kalman Stefánsson
Chet Baker
muldrar: ást
og
heldur á trompetinum
eins og minningu
um svefnlausar nćtur
Póstkort
Hér er fólk lokađ inni í óskiljanlegu tungumáli.
Á hverjum degi kveiki ég á kerti handa ţér, í
kirkjunni sem er eldri en Snorri Sturluson.
Í kjallara hennar er forn básúna, ţađ gerist
eitthvađ ef mađur blćs ţrisvar, og á ákveđinn
hátt. Ég borđa á barnum sem er gamall pyntingaklefi,
út úr veggnum yfir borđi mínu gengur 300 ára gamall
armleggur međ sjálflýsandi kross, kjötiđ er gamalt og
grćnmetiđ mauksođiđ. Klukkan nálgast tíu og ţá
byrjar stúlkan ađ dansa viđ tónlist sem minnir á
ţoku, hún dansar og klćđir sig hćgt úr fötunum, en
missir úr spor ef mađur horfir til hennar. Ég hef aldrei
séđ jafn svart hár. Alun-matu, hvísla mennirnir
og grípa fyrir andlitin
Möguleikar
Ef einhver fer frá mér, til
dćmis ţú, og tekur međ sér sitthvađ smálegt, danska ljósiđ, viskíglösin,
hnífapörin frá Tékklandi, bláa litinn í himninum og
kannski símanúmeriđ, annađ eins hefur nú gerst, ţá
gćti ég hugsađ eins og náunginn sem stóđ
frammi fyrir aftökusveitinni, jćja,
kannski hitta ţeir ekki