Ţrjú ljóđ eftir Ísak Harđarson
Svefndrekinn
Ég sit einsamall í rykugu kjallarakytrunni og hlusta
á síđustu plötuna međ George Harrison – ţá sem kom
út eftir dauđa hans. Hún vinnur á viđ hverja hlustun,
kannski eins og sjálfur dauđinn? Ég var ađ kreista
í haldarlausu krúsina síđustu dreggjarnar úr
hvítvínsbeljunni, (reyndar á ég tvćr smáflöskur í
ísskápnum og örlítiđ rauđvín), og sit hér aleinn
viđ gömlu tölvuna sem er ekki einu sinni nettengd.
Ég er nýbúinn ađ segja upp eftir sextán ára starf á
geđveikrahćlinu og er dálítiđ skelfdur: Mun ég lenda
lífi mínu sćmilega eins og flugdreka ţegar vindurinn
fćrist í aukana? Ég veit ţađ ekki – svosem hver
lendir lífi sínu virđulega í dragsúgi dauđans? – en ég
reyni ađ hughreysta mig međ ţví ađ lesa Iđrandi syndara
eftir Isaac Bashevis, búinn ađ taka fyrri svefnpilluna,
búinn ađ gera allt sem ég veit ađ ég á ađ gera – og eftir
stendur ekkert nema ţetta sem ég hef enga stjórn á;
síđasti hluti lífs míns: Hiđ óvćnta ...
Rithönd Guđs
Í hvítri kistu gluggans
liggja ţrír pennar:
Blár
til ađ fanga himininn,
rauđur
til ađ vekja ástríđuna,
svartur
til ađ yrkja dauđann.
Ţ r í r pennar
– og eins og almćttiđ sjálft
rétti ég út höndina eftir einum ţeirra
en
heyri ţá snöggan ţyt
risahandar sem nálgast hratt og ákveđiđ,
og skil í einni svipan
ađ sjálfur er ég penni
– ađ sjálfur er ég penni
sem forsjónin notar til ađ semja
mín eigin örlög og annarra!
Og sjá: Hún grípur mig
almáttkum fingrum, skrúfar
af mér lokiđ og ber
oddinn ađ pappírnum
– löđrandi hausinn ađ skráţurrum pappírnum!
Ć, GUĐ, LÁTTU MIG ŢÁ FREKAR SPÝTA
LJÓSI EN MYRKRI!
Og jafnvel ţótt svo fari
ađ enginn lesi
– eins og tíđkast nú á tímum fársins –
láttu mig ţá finna fró í ţví
ađ sjálfur sonur ţinn skrifađi
fingri í rykiđ
eitthvađ sem enginn las.
Skáld-pabbi
Ţegar kvöldar
fer pabbi út ađ veiđa ljóđ.
Vopnađur brúnni, örsmárri skrifbók
og ţremur kúlupennum
hverfur hann sjónum okkar
og leysist upp í appelsínurautt sólarlagiđ.
Vonandi verđur hann heppinn núna
og kemur heim međ mörg og bústin ljóđ,
tryggilega fest á pappírinn ...
Já, vonandi ekki eins og einu sinni
ţegar veiđihugurinn gerđi hann svo trylltan
ađ hann orti sig í fótinn
– ţótt sá fótur yrđi reyndar
söluhćsti fóturinn ţau jólin.