Ísland eftir Hallgrím Helgason
Kyndugt ertu
mitt kalda land
međ hvolfiđ blátt og hvítan sć,
gránuđ fjöll og gćs á eggjum.
Fallin fyrstu grös.
Kyndugt ertu
mitt kalda land
međ lćk í böndum, lömbin smá
og lóusöng í hríđarkófi.
Lygasól á lofti.
Brim á söndum, brum á greinum.
Blómgast frost á fjörusteinum
nćđings bjartar nćtur.
Kyndugt ertu
mitt kalda land
međ jólin blíđ og bláan maí,
sumarél og júnívetur.
Árstíđ í andrá hverri.
Kyndugt ertu
mitt kalda land
međ yndisfagurt augnaráđ
en undirförult glott á vörum.
Kyndugt ertu
mitt kalda land.