Stína tímarit um bókmenntir og listir.


Tvö ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur



Stefán Hörður

Hér
innan spjalda
ævi þín
orðuð

eyði
mar
kafari

stein
depill

milli
línanna
líf þitt

söngur
á heiðum
morgni



Svipir

Ég er komin þangað aftur

hvíli alein á hörðu fleti
suðræn nóttin
breiðir yfir mig
svartan stjörnudúk

inn um rúðulausa glugga
sveima suðandi næturdýr

augu mín silfurtjarnir
starandi
á stjörnuskarann
tindrandi


hörund mitt sveipað
fíngerðum vef
næturdýranna

minnsta hreyfing
gæti sprengt hann
í ósýnilegar tætlur


utan úr nóttinni
sækja að mér
svifléttar verur

hvíslandi
birtast þær
breytast
í andlit án augna
opinmynnt

hverfa þegjandi
út um rúðulausa glugga


        Forsíðan


        Stínurnar


        Höfundar


        Nýtt efni


        Stina
        International


        Áskrift


        Ritstjórn


        Fréttir


        Krækjur