Stína tímarit um bókmenntir og listir.


Bréf til Stínu eftir Naoshi


Sæl Stína.

Ég er SUNAE listakona, en japanska orðið sunae merkir „sand mynd.“ Ég teikna myndina á sérstakan pappa og sker hana svo út eftir útlínunum, losa hana frá og sprauta svo litnum á myndflötinn og lýk svo við myndina. Að gera sand mynd er mikið nákvæmnisverk. Það er heldur ekki auðvelt að fá fram réttu litina. Ég mundi segja að áhrif þessa myndstíls sé mjög impressjónísk.
Hvernig ég fæ hugmyndir. Ég mundi orða það svo að hugmyndaflugið komi frá hæfileikum mínum í því að skynja samfléttu – samræmi. Ég fíla að strá svolitlu kryddi í karakterinn.
Yfirleitt er það svo, að ég ákveð ekki myndformið strax í upphafi. Þannig tekst mér að skapa listaverk, sem ég er ánægð með; nokkuð sem ekki var til í huga mínum í byrjun.
Sem listamanni finnst mér nauðsynlegt að sækja sýningar og mannfundi, fara í búðir og yfir höfuð njóta lífsins.
Uppljómunin kemur fyrst og fremst innanfrá, en breytilegt umhverfi og fjölbreytt reynsla örvar sköpunargáfuna.
Hvað næst: Ég tek þátt í Art Shanghai 2007. Ég ætla að færa út kvíarnar – á alheimsvísu: Því ég vil að sem allra flestir fái að sjá dínamískar, hugkvæmar og fantasískar SUNAE eftir NAOSHI.
Ég læt fylgja einfalda leiðbeiningu um hvernig á að búa til SUNAE.

Kær kveðja,

Naoshi



Gleðistund.


Fljúgum


        Forsíðan


        Stínurnar


        Höfundar


        Nýtt efni


        Stina
        International


        Áskrift


        Ritstjórn


        Fréttir


        Krækjur