Stína tímarit um bókmenntir og listir.


Til lesenda


Listin er eilíf og lífiđ er stutt. Í listinni býr krafturinn sem gefur lífinu gildi. Frjáls listsköpun verđur aldrei hneppt í fjörta, ekki hólfuđ niđur eftir kennisetningum eđa tilbúnum mćlikvörđum, um hvađ sé rétt og hvađ sé rangt. Frjálsri listsköpun verđa ekki sett nein skilyrđi, lögsaga hennar nćr út yfir öll endimörk.
Stína – tímarit um bókmenntir og listir nefnist ţetta rit, sem nú hefur göngu sína og á ađ vera vettvangur frjálsrar og óţvingađrar listsköpunar: fyrir rithöfunda og skáld, myndlistarmenn, tónlistarmenn og listdansara, fyrir listamenn leikhúsa og kvikmyndahúsa, og fyrir hvern ţann listamann sem getur á ţessum vettvangi fundiđ farveg til listsköpunar, sem leitar útrásar á tíma augnabliksins og vill fá uppörvun til ađ tjá list sína. Stína – tímarit um bókmenntir og listir verđur ekki bođberi stefnu eđa kenninga, heldur opinn vettvangur fyrir listsköpun sem er laus viđ fordóma og ţvingarnir siđferđilegra mćlikvarđa og yfirlýstra gilda samfélagsins. Stína – tímarit um bókmenntir og listir hefur ýtt úr vör. Viđ, sem stöndum ađ ritstjórninni vonum ađ listunnendur finni hér eitthvađ viđ sitt hćfi, eitthvađ sem veitir útrás og kveikir líf.
Kćru lesendur. Viđ sjáum hvađ setur. Viđ bíđum eftir viđbrögđum ykkar. Og bíđum svo full eftirvćntingar eftir nćsta tölublađi ađ hálfu ári liđnu.

f.h. ritstjórnar,
Kormákur Bragason


        Forsíđan


        Stínurnar


        Höfundar


        Nýtt efni


        Stina
        International


        Áskrift


        Ritstjórn


        Fréttir


        Krćkjur