Stína tímarit um bókmenntir og listir.


Til lesenda


Viđ stöndum andspćnis nýju tímabili í sögunni. Mađurinn kollvarpar sjálfum sér. Nú kemur árás skrćlingjanna ekki ađ utan heldur ađ innan frá okkur sjálfum, menntađa villi­manninum sem veit og getur allt og svífst einskis. Vakandi tímarit ţarf ađ gera sér grein fyrir ţessu og veita sína mótspyrnu. Á sviđi lista eru líka villimenn, menntađir í lág­kúru. Listin má ekki vera bara til heimabrúks. Ef ađeins er stefnt ađ nytsemd verđur hún fúl og rćfilsleg borđtuska. Listinni ber ađ forđast ađ vera sjálfsögđ eins og fréttir á klukku­tíma fresti í útvarpi sem hefur engan tilgang annan en ţann ađ veita vaxandi fjölda menntađs fjölmiđlafólks störf viđ sitt lélega hćfi. Fái ţađ ađ ráđa kjaftar ţađ allt í hel í nafni fjöldans. „Ađ koma til móts viđ fjöldann“ merkir ađ athöfnin skiptir meira máli en innihaldiđ. Ekkert er verra leiđarljós fyrir tímarit. Ţađ verđur nútímaleg blanda af morgunkorni í stađinn fyrir gamla hafragrautinn. Ţeir sem gefa út menningartímarit ćttu ađ forđast kropparana, ţađ hrćđilega fyrirbrigđi samtímans, smćđarsnuddarana, mínímalátvöglin. Ţau kroppa í sig lesmál í bland viđ ristađ brauđ, kaffihland og óminn frá óstöđvandi poppruđum úr útvarpi eins og ćttland ţeirra vćri morgunverđarkrókur á ömurlegu bresku hóteli. Mínímalátvögl eru vćmin og vilja ađ allt sé stutt og krúttlega fyndiđ. Stína má ekki falla í ţannig örverpisgryfju. Hún má ekki verđa vinsćl hjá fólki sem finnst allt vera gott, enda hefur ţađ enga skođun og heldur í hrćđslu sinni ađ viđhorf sćri minnihlutahópa og sé merki um kvenhatur. Sá ótti grefur um sig í vestrćnum samfélögum. Á honum lifir menntađi villimađurinn, á međalhófi og flatneskju sem fćra honum völd.

Guđbergur Bergsson


        Forsíđan


        Stínurnar


        Höfundar


        Nýtt efni


        Stina
        International


        Áskrift


        Ritstjórn


        Fréttir


        Krćkjur