Stína tímarit um bókmenntir og listir.


Byggingarsaga eftir Sjón


Eitt sinn ţegar ég var ungur og lifđi í nóttinni átti ég óvćnt stefnumót viđ jafnöldru mína í höggmyndagarđi Einars Jónssonar. Ţetta var rauđhćrđ stúlka á gulum jakka, rauđu pilsi, fjólubláum sokkabuxum og lágum strigskóm. Hún var glađvakandi, jafnvel nývöknuđ, og ég heyrđi strax ađ viđ vorum sammála um hvar fjörlegast vćri ađ stađsetja sig í sólahringnum. Ţetta var skömmu eftir miđnćtti í júlí og dagsljósiđ lék í smáskýjum sem svifu yfir fjallinu handan viđ flóann. Viđ gáfum okkur göngunni á vald og hún leiddi okkur um Ţingholtin, norđur og vestur, uns viđ vorum stödd á hafnarbakkanum viđ fiskmarkađinn.
Háfjara var og ţegar viđ litum fram af bakkanum blasti ekki viđ okkur gjálfrandi logn\sjór heldur sjálfur hafsbotninn međ sínum raka og ögrandi jurtagarđi. Ţar rétt hjá var stigi úr reipi sem síga mátti láta fram af bryggjunni. Viđ gáđum hversu langt reipstiginn náđi og ţegar viđ sáum ađ hann snerti sandinn ţá eltum viđ hann ţangađ. Hversu lengi viđ dvöldum í ţeim ćvintýraskógi bryggjustólpa og blöđruţangs sem tók á móti okkur, og umvafđi ilmandi og dimmur, man ég ekki lengur. En alltaf ţegar gangan ber mig ađ ţessum stađ viđ höfnina ţá fyllir ţađ mig súrrealískri sćlu ađ vita ađ ţađ er veruleiki en ekki draumur ađ einmitt ţar, niđri í djúpinu, var ég einu sinni á nćturgöngu međ ókunnugri stúlku. Brátt mun tónlistarhúsiđ hylja ţennan blett. Og um ţađ er allt gott ađ segja, ţví glerverkiđ sem rammar inn bygginguna mun spegla ţađ sem ávallt verđur hin sviđsmynd óvćntra nćturfunda pilts og stúlku í Reykjavík: Himinn, jörđ og haf.


        Forsíđan


        Stínurnar


        Höfundar


        Nýtt efni


        Stina
        International


        Áskrift


        Ritstjórn


        Fréttir


        Krćkjur