Stína tímarit um bókmenntir og listir.


Bókmenntaspjall


Kormákur Bragason fjallar um innrás íslenskra reyfarahöfunda frá ţví rétt fyrir síđustu aldamót, um nokkrar nýlegar skáldsögur, ljóđ, smásögur og stćrsta bókmenntaviđburđ ársins 2008

Glćpasögur: fagurbókmenntir eđa eitthvađ annađ

Á öldinni sem leiđ voru glćpasögur eitt vinsćlasta afţreyingarlesefni á Íslandi. Ţetta voru nćr eingöngu ţýddar skáldsögur, en einnig kiljur á ensku (pocket books), einkum breskar og amerískar. Ţar gnćfđu ţau hćst bresk-ameríska skáldkonan Agatha Christie (1890–1978) og landi hennar sir Arthur Conan Doyle (1859–1930). Agatha kom fyrst fram á ritvöllinn um 1920 og hlaut snemma viđurnefniđ Queen of Crime (Drottning glćpasögunnar), og hefur lengst af síđan veriđ söluhćsti höfundur allra tíma ásamt Shakespeare og Biblíunni. Í flestum bókum skáldkonunnar eru ţau mest áberandi sögupersónurnar Poirot og fröken Marpel. Hjá sir Arthur er Sherlock Holmes auđvitađ mest áberandi, og ţađ svo mjög ađ nafn hans yfirskyggđi oft sjálfan höfundinn. Í bókum sir Arthurs er sögumađurinn Watson lćknir sem jafnframt er náinn samstarfsmađur Sherlock Holmes, sem trónir ofar öllu međ yfirnáttúlegum hćfileikum.
Íslenskir reyfarahöfundar voru lítiđ áberandi lengi framan af. Ţađ var ekki fyrr en rétt undir lok nýliđinnar aldarinnar ađ ţeir létu í sér heyra, og ţá svo um munađi. Í ţessum hópi er Arnaldur Indriđason í nokkrum sérflokki. Hann reiđ á vađiđ 1997 međ sína fyrstu sakamálasögu og síđan hefur hann diskađ út einni sögu á ári eđa alls ellefu bókum á jafnmörgum árum. Stella Blómkvist kom einnig fram á sjónarsviđiđ 1997 međ sína fyrstu glćpasögu og síđan fylgdu fimm ađrar bćkur í kjölfariđ. Ţá má nefna ţrjá höfunda, sem hafa vakiđ nokkra athygli međ sakamálasögum sínum, ţ.e.: Árni Ţórarinsson, Yrsa Sigurđardóttir og Ćvar Örn Jósepsson. Nokkra fleiri höfunda mćtti nefna. Togstreyta um opinbera viđurkenningu á listastíl er ţekkt fyrirbćri innan flestra listgreina. Í tónlistinni getum viđ stiklađ á stóru og nefnt: klassíska tónlist, djass og rokk. Í myndlist má nefna naturaliska málaralist, súrrealisma og abstrakt. Í ljóđlistinni getum viđ nefnt hefđbundin ljóđ og órímuđ. Ţegar kemur ađ skáldsögunni er ţađ nokkuđ ríkjandi viđhorf ađ sakamálasagan sé í ţađ minnsta skör neđar í virđingastiga fagurbókmennta en skáldsögur almennt, jafnvel ađ sakamálasagan geti vart talist til fagurbókmennta. Hvernig sem á ţetta er litiđ er ljóst ađ sakamálasagan (glćpasagan, reyfarinn eđa hverju öđru nafni sem viđ nefnum ţessar skáldsögur) hefur ákveđin einkenni sem ađgreinir hana frá öđrum skáldsögum. Ţessi einkenni eru ekki glćpurinn, ekki viđfangsefniđ sjálft heldur formiđ. Form glćpasögunnar setur höfundinn í ákveđna spennitreyju ţannig ađ hann hefur takmarkađ svigrúm, sem hann notar gjarnan til ađ draga fram aukaatriđi til ađ auka spennu. Ţetta tekst oft en stundum verđa ţessi hliđarspor yfirborđsleg og missa marks. Glćpasagan er einskonar gestaţraut, sem höfundurinn hannar, mjög sérstakt stílbragđ, yfirleitt hefđbundinn frásagnarstíll ţar sem höfundurinn dregur lesandann á eftir sér gegnum króka og kima. Glćpasagan er alltaf spennusaga (thriller) og sem slík stendur hún og fellur líkt og kappleikur í handbolta eđa körfu sem getur veriđ spennandi eđa bara hundleiđinlegur. Glćpasagan er púsluspil, uppdráttur eđa blueprint ađ mósaíkmynd, sem rađast upp eftir ţví sem lestrinum miđar áfram, og lýkur sem fullgert myndverk. Á vissan hátt má líkja glćpasögunni viđ tölvuleik. Í tölvuleiknum rćđur stjórnandinn atburđarásinni ađ vissu marki, í glćpasögunni rćđur lesandinn engu. Ţar liggur niđurstađa ekki fyrir fyrr en síđasti steinninn fellur og mósaíkmyndin opinberast fullsköpuđ.Arnaldur Indriđason. Harđskafi, sakamálasaga (kápa: Ómar Örn Hauksson **; kápa á kilju: Bjarney Hinriksdóttir ***), Vaka-Helgafell, 2007 (295 bls.), kilja, 2008 (295 bls.)

Ţetta er ellefta sakamálasaga höfundar á jafnmörgum árum, ein bók á ári, og ţađ er mikil framleiđsla. Ţađ sem gerir sakamálasögur Arnalds Indriđasonar athyglisverđar er hversu vel honum tekst ađ skapa ađalpersónur, sem um leiđ eru kjölfestan í nćr öllum bókunum, líkt og Sherlock Holmes og doktor Watson hjá sir Arthur Conan Doyle og Poirot og Marpel hjá Agöthu Christie. Mér sýnist ljóst ađ Arnaldur hefur lćrt mikiđ af ţessum afburđa höfundum fyrri tíma međan hestvagnar sáu Lundúnabúum fyrir samgöngum og sími og útvarp voru lengi vel óţekkt fyrirbćri svo ekki sé talađ um sjónvarp og tölvur. Lögreglumađurinn Erlendur er einstaklega geđţekkur persónuleiki og samskipti hans viđ uppkomin börn sín, Evu Lind og Sindra Snć, vekja strax forvitni. Sama er ađ segja um sögupersónurnar, lögreglumennina Sigurđ Óla og Elínborgu, Halldóru, fyrrverandi eiginkonu og vinkonuna Valgerđi. Náin tengsl Erlends viđ ćskuheimiliđ, tilfinningar hans gagnvart foreldrum sínum og látnum bróđur eru enn eitt dćmi um ţađ hvernig höfundinum tekst ađ gćđa ađal sögupersónuna lífi og gera allt í kring um hana forvitnilegt. Ţađ lćtur nćrri ađ ţriđjungur Harđskafa fjalli um einkalíf Erlends, sem er mikill reykingamađur en ţó ekki í neinni líkingu viđ Sherlock Holmes. Og Harđskafi er nútímaleg saga ţótt hjátrú og dulrćnir atburđir séu áberandi. Erlendur ekur um á gömlum Fordbíl sem hann međhöndlar og gćlir viđ líkt og húsdýr vćri, og höfundurinn fiskar upp nútímaleg orđ eins og flíspeysur, sem ekki ţekktust á tíma stóru meistaranna og hann fiskar sígarettuna upp úr pakkanum en tređur ekki gćđatóbaki í pípu sína líkt og Sherlock gerđi í den. Atburđarás hinnar eiginlegu glćpasögu er vel ígrunduđ, spennan magnast jafnt og ţétt en á sama tíma er lesandanum mjög í mun ađ fylgjast međ ţví sem er ađ gerast í einkalífi lögreglumannsins. Ég hef lesiđ nokkrar af fyrri sakamálasögum höfundarins. Ţađ á viđ ţćr líkt og um Harđskafa: gestaţrautin er hvarvetna snilldarlega hönnuđ. Ţar viđ bćtist, og ţađ skiptir ekki svo litlu máli á bókmenntasviđi sem á í vök ađ verjast, ađ Arnaldur Indriđason er afbragđs rithöfundur.Yrsa Sigurđardóttir. Aska, sakamálasaga (kápa: Ragnar Helgi Ólafsson **), Veröld, 2007 (380 bls.), kilja, 2008 (437 bls.)

Áđur hafa komiđ út eftir Yrsu glćpasögurnar Ţriđja tákniđ (2005) og Sér grefur gröf (2006). Ţetta er nútímasaga sem gerist í Vestmannaeyjum. Lögfrćđingurinn Ţóra Guđmundsdóttir tekur ađ sér mál Eyjamannsins Markúsar sem grunađur er um ađild ađ morđi. Ţrjú lík og eitt stakt mannshöfuđ koma í ljós í kjallara húss, sem hafđi orđiđ undir ösku viđ gosiđ í Heimaey 1973, en uppgröftur hússins, sem nú stóđ yfir rúmum ţrem áratugum síđar, var partur af verkefninu Pompei norđursins, og er sagan ţar međ tengd raunverulegum atburđum. Ţóra er ađlađandi, fráskilin kona á besta aldri međ tvö börn, unga tengdadóttur og barnabarn og er stöđugt međ hugann viđ heimiliđ jafnframt ţví sem hún vinnur ađ rannsókn málsins fyrir skjólstćđing sinn. Ađstođarmađur Ţóru er Bella, nokkuđ gróf í útliti og hátterni en annars bráđskemmtileg persóna. Hún fer ađ vísu ćđi oft í taugarnar á Ţóru en undir niđri getur hún vart án hennar veriđ. Ţóra flýgur frá Reykjavík, ţar sem hún býr, til Eyja ásamt Bellu til ađ rannsaka máliđ. Líkt og hjá stóru meisturunum sir Arthur og Agöthu Christie er strax ljóst ađ ţarna eru á ferđinni ađalpersónur sögunnar. En ţegar allt virđist á réttri leiđ kemur upp nýtt stórmál. Hjúkrunarfrćđingurinn Alda fremur sjálfsmorđ ađ ţví er virđist og upp frá ţví beinist athyglin ađ ţví ađ kanna hvort ţarna hafi hugsanlega veriđ framiđ morđ. Ţarna hefst á vissan hátt ný sakamálasaga innan hinnar upprunalegu ţótt augljós tengsl séu ţarna á milli.
Frásagnarstíll höfundar er yfirleitt léttur og leikandi og margt í uppbyggingu sögunnar bendir til ţess ađ höfundurinn hafi kynnt sér allvel ađstćđur í Eyjum og aflađ sér vitneskju um eldgosiđ, sem og ýmsa stađhćtti sem höfundur byggir á í sjálfu verkinu.
Ofnotkun sérstakra orđa og orđatiltćkja geta virkađ illa. Á ţví ber nokkuđ hjá höfundi. Á fjórum stöđum í bókinni segir: „Ţóra ranghvolfdi í sér augunum.” (10, 147 og 238). Og á bls. 366 segir: „Ţóra lét augun rúlla.” Á bls. 9 segir: Ţóra „...skáskaut augunum.” Og á bls. 284 segir: „Dís ranghvolfdi í sér augunum.” Leifur segir viđ Ţóru: „Mamma er... alveg kýrskýr,” (117). Og höfundurinn notar aftur ţetta orđalag á bls. 137. Ţar segir ađ ţetta hafi veriđ „...alveg kýrskýrt.” Á bls. 145 segir Adólf: „Ţetta myndi... svínvirka.” Ţá segir: „Hann veiddi beyglađa sígarettu upp úr pakkanum.” (72). Og á nćstu síđu: Upp úr umslagi „... veiddi hann sex litlar hvítar töflur.” (bls. 73). Og aftur á sömu síđu: „Adólf veiddi lítinn hvítan flekkinn upp úr međ vísifingri.” (73). Afturbeygđa sögnin ađ hrylla sig kemur fyrir trekk í trekk: „Markús hryllti sig.” (45); „Konan hryllti sig.” (395) og „Ţóra hryllti sig.” (398). Einstakir kaflar, einkum í síđari hluta bókarinnar eru langdregnir, til dćmis sjóferđin međ Padda á Króki. Frásögnin á bls. 278–281 ţar sem segir frá Tinnu á spítalanum er mjög slök. Međ hliđsjón af ţví ađ höfundur byggir mikiđ á sögulegum stađreyndum er fremur hvimleitt ţegar fariđ er rangt međ stađreyndir ţótt ekki sé um stóra yfirsjón ađ rćđa. Merking auđkennisstafanna HMS er sögđ vera „Her Majesty´s Service” (138) sem er rangt. Ţađ á ađ vera: His/Her Majesty´s Ship (Skip hans/hennar hátignar).
Uppbygging sögunnar er reyndar snilldarleg og mikil spenna lengi framan af. En ţegar á líđur er engu líkara en höfundurinn missi tökin á verkinu og margt fer úrskeiđis. Ţar veldur fyrst og fremst hve sagan er margbrotin og oft langdregin og einnig sá aragrúi einstaklinga sem ţar kemur viđ sögu. Ţessar ástćđur nćgja ţó engan veginn til ađ afsaka fremur slakt niđurlag sögunnar. Ţađ hvarflar ađ manni ađ höfundurinn hafi veriđ kominn í tímaţröng eđa hreinlega gefist upp. Niđurlagiđ er algert klúđur og glćpasaga sem lengi framan af virđist ćtla ađ slá í gegn hrynur niđur í flausturslega óreiđu. Slakur endir á glćsilegu upplagi. Miđađ viđ ađra íslenska glćpasöguhöfunda er Yrsa samt ótrúlega fersk og hugmyndarík og er til alls vís á ţessum vettvangi.Gyrđir Elíasson. Sandárbókin pastoralsónata, skáldsaga (kápa: Ađalsteinn S. Sigfússon **), Uppheimar, 2007 (118 bls.), kilja, 2008 (118 bls.)

Ţví verđur seint haldiđ fram ađ Gyrđir Elíasson sé spennusöguhöfundur. Sandárbókin, síđasta skáldsaga höfundar, er ţađ ekki heldur. Ţetta er stutt skáldsaga (nóvella) og fjallar um listmálara sem dvelst í hjólhýsi í hjólhýsabyggđ í skóglendi uppi í sveit. Listmálarinn er ađ rabba viđ sjálfan sig og minnir textinn víđa á sendibréf en ţau voru helsti samskiptamiđill landsmanna fram yfir miđja síđustu öld. Sögumađur, ţađ er listmálarinn, rabbar um dvöl sína í hjólhýsinu, lýsir ţví sem ţar er innan dyra, tíundar í smáatriđum hugsanir sínar um allt og ekkert. En ţetta sendibréf Gyrđis er ađ ţví leyti frábrugđiđ venjulegu sendibréfi ađ bréfritarinn er hér ađ skrifa sjálfum sér, segja fréttir af fólki og stöđum sem ýmist eru til eđa ekki. Sem sendibréf frá ímynduđum atburđum kann ţetta ađ virđast áhugalítil lesning og sem skáldskapur má segja ađ ţar gerist í raun ekki neitt. Höfundurinn tileinkar bókina minningu föđur síns, listmálaranum Elíasi B. Halldórssyni. Ţetta er ekki stormasamt verk. Lesandinn getur hvenćr sem er lagt frá sér bókina ţví hann veit ađ ţar er ekkert óvćnt á döfinni, ađeins spurning hvenćr sendibréfinu lýkur. Ég gríp niđur í sögunni á blađsíđu 69:

Út um gluggann sést móta fyrir hinum hjólhýsunum. Ţau eru aflöng og gráleit, og yfir ţeim gnćfa barrtrén: biksvört og oddhvöss víggirđing allt í kring. Grasflötin er döggvot og svargrćn. Ég sé ađ bolti strákanna hefur orđiđ eftir á henni miđri. Ef ţetta er ţá ekki njósnatungl, falliđ af ţessum ţungskýjađa og fjandsamlega himni. Ég tek upp vasaljósiđ og lýsi á myndina af Jesú á veggnum. Batteríin eru orđin léleg, ljósiđ er varla nema glćta lengur. Hann er mjög rólegur yfir ţessu öllu, horfir á mig festulegu augnaráđi, kippir sér ekki á neinn hátt upp viđ öfl myrkursins.
Ég opna hjólhýsiđ, fer berfćttur út ađ brúninni á dyrapallinum og kasta af mér vatni. Ţađ er svalt í lofti, hćglátt nćturkul. Ég stíg inn aftur og lćsi tryggilega, sný smekklásnum. Ţvínćst fer ég í rúmiđ og leggst fyrir, og nú hef ég slökkt á vasaljósinu. Allt er hljótt frammi, ekkert más, ekkert fótatak, engin ónotaleg nćrvera. Ég er dauđţreyttur, og sofna fljótlega.

Gyrđir Elíasson er afkastamikill rithöfundur og skáld og hefur hlotiđ mikiđ hrós hjá flestum ţeim sem hafa skrifađ um verk hans síđustu tvo áratugina. Ég get vel skiliđ ţađ viđhorf margra ţeirra sem telja ađ í skáldskap Gyrđis sé ađ finna bođskap um fegurđ hins látlausa, friđ kyrrđarinnar eđa eitthvađ í ţá veru. Í umsögn Ástráđs Eysteinssonar um bókina og birtist í Lesbókinni 20. október 2007 segir: „En hann málar líka međ ţögninni og galdur Gyrđis tengist... samspili tómleika og hins ríkulega lífs sem streymir fram jafnt úr orđum sögunnar sem og ţví er býr á milli ţeirra og bak viđ ţau.” (15). Gyrđir Elíasson er formsnillingur međ sál. Hin dulmögnuđu áhrif í skáldskap hans liggja í ţeim sérstaka hćfileika ađ skrifa sögur og ljóđ ţar sem ekkert gerist – bara er.Einar Kárason. Endurfundir, smásögur (kápa: Guđjón Ketilsson *), Mál og menning, 2007 (165 bls.)

Ţetta eru 26 smásögur og allar byggđar upp á svipađan hátt ađ ţví leyti ađ sögumađur, sem birtist í gervi ýmissa persóna, segir sögu sína. Ţetta eru allt frásagnir ţar sem sögumađur er sjálfur í sviđsljósinu. Á kápubaki má lesa umsögn um höfundinn. Ţar segir ađ lokum „... og hér sýnir hann enn hve öflug tök hann hefur á ţeirri flóknu list ađ segja góđa sögu.”
Sú kúnst ađ segja góđa sögu er ekki öllum gefin. Ţađ má vel vera ađ höfundurinn búi yfir ţeim hćfileika ađ mćla af munni fram sögu. Hitt er svo annađ mál ađ ţessar sögur sem hér birtast bera ţađ ekki međ sér ađ hér hafi skáld komiđ ađ verki eđa rithöfundur. Ţetta er, međ einni undantekningu, orđavađall ţar sem ekki örlar á skáldlegum eđa listrćnum tilţrifum. Upphafssaga bókarinnar nefnist Samfylgd, örsaga sem stílfrćđilega mćtti flokkast sem prósaljóđ og er hér skrautfjöđur í harla ókrćsilegum hatti. En skrautfjöđrin stendur fyrir sínu – glćsilegur skratti úr sauđarleggnum.

Samfylgd

Í fyrstu geislum morgunsólar sat ég í gömlum leigubíl og ók
spenntur og djúpt hugsi inn í stórborg eftir nćturlangt flug.
Á umferđarljósum biđum viđ á rauđu og er ég leit til hliđar
sá ég ţrjá stálpađa kálfa standa tjóđrađa á palli gamals vöru-
bíls á nćstu akrein. Ţeir voru međ ţennan rólynda heim-
spekisvip sem nautgripum er tamur en virtust ţó líka
spenntir eins og ég yfir ađ vera á leiđ inn í heimsborgina
utan af sléttunum á ţessum fagra morgni: borgina međ
mannhafinu og mörkuđunum, steikarilmi og löngum hníf-
um.Kristín Marja Baldursdóttir. Óreiđa á striga, skáldsaga (kápa: Margrét E. Laxness ***), Mál og menning, 2007 (541 bls.)

Óreiđa á striga er framhald af skáldsögunni Karítas án titils, mikiđ og stórbrotiđ skáldverk um sögupersónuna og listakonuna Karítas Jónsdóttur, heillandi lesning allt í gegn og er ţá mikiđ sagt ţegar um er ađ rćđa rúmlega ţúsund blađsíđur. Hér verđur fjallađ um seinni bókina.
Sagan hefst ţar sem Karítas býr á Eyrarbakka. Ţótt hún eigi eiginmann, börn og systkini býr hún lengst af ein. Eftir miklar vangaveltur flytur hún loks til Parísar og ţar gefst henni kostur ađ mála. Loks flyst hún aftur til Íslands og fćr inni í íbúđ viđ Laugaveg í eigu bróđur síns. Ţá hefst nýr kafli í lífi hennar. Í millitíđinni dvaldi hún í Bandaríkjunum og í Róm. Á vissan hátt má segja ađ ţetta séu tvćr sögur, annarsvegar sagan af Karítas og svo fjölskyldusagan af Karítas og eiginmanni hennar, útgerđarmanninum Sigmari. Ţetta er saga af lífshlaupi yfirstéttarfjölskyldu á Íslandi á síđari hluta 20. aldar, ein athyglisverđasta skáldsaga sem skrifuđ hefur veriđ í seinni tíđ.
Ţađ leynir sér ekki eftir ađ lesandinn hefur handfjatlađ bókina, strokiđ hendi um síđurnar og hafiđ lestur ađ hér er á ferđ ekki ađeins afbragđs rithöfundur heldur einnig listakona međ nćma tilfinningu fyrir ţeim örlagaţráđum sem hún er ađ spinna.
Lesandinn fćr ţađ fljótt á tilfinninguna ađ Karítas Jónsdóttir sé raunveruleg persóna. Allt sniđ bókarinnar ber međ sér listrćnan smekk. Ađ formi til er skáldsagan ţannig uppbyggđ ađ hver einstakur kafli hefst á sjálfstćđum inngangi, einskonar intermessó ţar sem höfundurinn sjálfur lýsir einstökum málverkum Karítasar, fjallar um ţau líkt og blađamađur sem er ađ taka viđtal viđ listakonu, fjallar um verk hennar og ýmislegt annađ sem tengist sjálfri sögunni, einskonar stökkpallur inn í sjálft skáldverkiđ. Ţá hverfur höfundurinn baksviđs og Karítas stígur fram í eigin persónu og mćlir af munni fram og ţá í hlutverki sögumanns. Samspil ţessara tveggja ţátta er dćmi um frumlegt og trúverđugt stílbragđ sem jafnframt er eitt helsta sérkenni verksins. Ađ öđru leyti skiptist bókin í fjóra meginhluta en ađalkaflar eru alls 27 og mjög mislangir, allt frá einni síđu í rúmlega ţrjátíu hver. Milliţćttirnir eru allir mjög stuttir, venjulega 1–3 síđur. Bókinni lýkur á milliţćtti, nokkuđ lengri, einskonar niđurlagsorđum ţar sem höfundurinn hefur síđasta orđiđ. Hér eru dćmi um upphafsorđ tveggja milliţátta, sá fyrri, sem jafnframt er sá fyrsti í sögunni, á bls. 13 og sá seinni á bls. 331:

Karítas
Brunnur 1945
Olía á striga

Höfuđlausar konur skjótast upp úr brunninum líkt og hraunkúlur í eldgosi en sjálfur brunnurinn svífur um í tómarúmi líkt og vindurinn ćtli ađ nema hann á brott. Ţrátt fyrir mjúk og sveigjanleg formin sem taka á sig lífrćna mynd, skapast spenna í myndinni ţegar svarti liturinn og sá hvíti takast á. Vindurinn hafđi boriđ listakonuna í vesturátt en ţó ekki alla leiđ til Reykjavíkur eins og hún hafđi gert ráđ fyrir í upphafi.

Karítas
Andţrengsli 1963
Blönduđ tćkni

Bleik samanreyrđ lífstykki á flugi í svartri nóttinni sýna svo ekki verđur um villst ađ kvenlíkaminn er viđfangsefniđ. Lífstykkin eru sjö talsins og taka ţau fremstu mesta rýmiđ en ţau sem aftar eru virđast hverfa út í tómiđ, eins og óskilgreint ađdráttarafl togi ţau til sín. Myndin er gerđ ţegar ţessi tegund kvenundirfata var ađ hverfa af sjónarsviđinu en ţó enn notuđ af konum sem álitu líkama sinn ekki bođlegan eftir međgöngur og barnsfćđingar og vildu lagfćra hann međ umbúđum.
Karítas er heillandi sögupersóna, stundum hljóđ eins og vornóttin, stundum hreyf eins og goshver: „...svo var bankađ aftur og ég rauk upp međ offorsi, reif upp hurđina. Útifyrir stóđ Dengsi međ blómvönd. Ég ţreif af honum vöndinn, lokađi svo dyrunum á hann.” (160)
„Ţú verđur ađ fara út í apótek og kaupa handa mér bindi, sagđi ég án tilfinningasemi. Hann sagđi: ţú ert ekki almennileg, ćtlastu til ađ ég fari út ađ kaupa svonalagađ?... Hann var lengi ađ búa sig, ţurfti ađ fara í bađ, var óratíma ađ tína á sig spjarirnar, greiddi sér vandlega eins og hann vćri ađ fara í fermingarveislu, hikandi í hverju spori, var kominn hálfur út um dyrnar ţegar hann stundi upp: hvernig í andskotanum á mađur ađ segja ţetta á frönsku? Hann fékk međ sér miđa.” (178) Stundum verđur Karítas ljóđrćn. Gott dćmi um ţađ er upphaf 4. kafla á bls.80:

Loftiđ er ţrungiđ regni.
Ţađ bylur á ţaki mínu, kćfir önnur hljóđ.
Dragsúg sem andvarpar.
Vindhviđu sem stynur.
Ţruskiđ á loftinu.
Undir sćnginni minni međ dyrnar lćstar, regniđ á ţakinu, heyri ég samt hvísliđ handan hurđarinnar. Ég ţori ekki ađ loka augunum af ótta viđ ađ ţćr standi viđ rúm mitt ţegar ég opna ţau. Framliđnar konur sem fá ekki hvíld, hvađ vilja ţćr mér? Ég heyri ţytinn í pilsum ţeirra, lágvćrt skrafiđ međan ţćr sýsla. Sting fingrunum í eyrun, heyri samt suđiđ.
Svo styttir snögglega upp, ţađ dettur í dúnalogn.
Eitt andartak ţögn í húsinu, ţögn í höfđi mér.Ingólfur Gíslason, Sekúndu nćr dauđanum – vá, tíminn líđur! (kápa: Schuyler Maehl*), Nýhil, 2007 (79 bls.)

Ţetta er ekki hefđbundin ljóđabók, hvorki ađ ţví er varđar útlit eđa innihald; formleysiđ er áberandi og ţeir sem hafa áhuga á ađ finna ljóđ sem eru ţess virđi ađ berja augum ţurfa kannski ađ leita međ ljóskeri innan um allskonar skran sem frekar á heima á öskuhaugum en á síđum fagurbókmennta. En ţarna innan um allt drasliđ má finna ljóđ og prósa sem eiga betra skiliđ en týnast í ţeirri ruslakompu sem ţessi bók er. En án frekari orđalenginga vil ég benda á eitt athyglisvert ljóđ og annađ prósaljóđ sem bera ţađ međ sér ađ höfundurinn býr yfir skáldlegum hćfileika.


Stjörnuleit

ćtlađi ađ segja eitthvađ um stjörnuleit
í augum, um geisla sem verpast
á nethimnur

ást sem rúmfrćđilögmál

svo datt mér í hug ađ ástin vćri frekar
sláturhús

ţađ sparar blóđ
ađ myndhverfa

skyndidepurđ, óstöđvandi
flćđi adrenalíns úr nýrnahettumerg

lýsing nákvćm eins og tölvustýrt sprengjuskeyti,
ţungađ hárbeittum nálum til ađ stinga göt á húđ

augu ţín voru alltaf grunsamlega blá.


Brotnar sekúndur

ţú veist ađ á eftir jólum kemur janúar og ţá ferđu aftur ađ
taka lýsi og borđa pillur samkvćmt ţúsund ára uppskrift
galdralćkna frá fjarlćgum álfum og í líkamsrćktarstöđ og
hleypur án ţess ađ fćrast úr stađ eins og bíll í lausagangi,
leggst svo upp í rúm og sofnar út frá aldagamalli speki um
rađfullnćgingar.

Ţú ert einni sekúndu nćr dauđanum.Eiríkur Guđmundsson, ritstj., Ritsafn Steinars Sigurjónssonar, 1.–20. bók (Útlitshönnun: Guđmundur Oddur Magnússon. Myndir á tveim öskjum: Erró og Sigurđur Guđmundsson *****. Myndir á kápum: Bók 1: Helgi Ţorgils Friđjónsson. Bók 2: Rúna Ţorkelsdóttir. Bók 3: Kristinn G. Harđarson. Bók 4: Birgir Andrésson. Bók 5: Hetty van Eglen. Bók 6: Ólafur Lárusson. Bók 7: Kristján Guđmundsson. Bók 8: Ríkharđur Valtingojer. Bók 9: Tumi Magnússon. Bók 10: Arnar Herbertsson. Bók 11: Finnbogi Pétursson. Bók 12: Haraldur Jónsson. Bók 13: Halldór Ásgeirsson. Bók 14: Pétur Magnússon. Bók 15: Ingólfur Árnason. Bók 16: Hannes Lárusson. Bók 17: Hreinn Friđfinnsson. Bók 18: Ívar Valgarđsson. Bók 19: Eggert Pétursson. Bók 20: Jan Voss *****) Ormstunga, 2008 (2.693 bls.)

Ţetta er yfirgripsmikiđ ritverk og einstaklega ađgengilegt til lestrar, alls tuttugu bćkur í kiljubroti, flestar innan viđ 200 blađsíđur og nokkrar innan viđ hundrađ síđur. Hér er um ađ rćđa allar útgefnar bćkur Steinars Sigurjónssonar og flestar međ breytingum frá hendi höfundar. Ţetta eru alls níu skáldsögur: Ástarsaga (1958), Hamingjuskipti (1964), Skipin sigla (1966), Blandađ í svartan dauđann (1967), Farđu burt skuggi (1971), Djúpiđ (1974), Sigling (1978), Sigan Ri (1986) og Kjallarinn (1991). Ţá eru ţađ ljóđabćkurnar: Fellur ađ (1966) og Landans er ţađ lag (1976). Síđan koma smásögur og ljóđrćnir ţćttir: Hér erum viđ (1955), Brotabrot (1968), Ţú (1975) og Laust og bundiđ I og Laust og bundiđ II. Ţá kemur bókin Sáđmenn (1989), sem kalla mćtti ljóđrćnt leikverk og loks Leiktextar, en ţeir eru frá lokum 9. áratugarins. Viđ ţetta bćtist svo bókin Minningabrot, sem er eins og nafniđ bendir til minningabrot ţar sem 28 höfundar skrifa um Steinar. Ţessu viđamikla ritsafni fylgir svo ítarleg umfjöllun um verk Steinars, Nóttin samin í svefni og vöku. Ţar er fjallađ ítarlega um bćkur Steinars Sigurjónssonar og vitnađ í umsagnir annarra höfunda. Ţar má nefna: Ástráđ Eysteinsson, Matthías Viđar Sćmundsson, Sigurđ A. Magnússon, Njörđ P. Njarđvík, Einar Guđmundsson, Ţorsteinn Antonsson og Guđberg Bergsson. Ritsafninu fylgja tveir geisladiskar ţar sem Karl Guđmundsson leikari les skáldsögurnar Farđu burt skuggi og Blandađ í svartan dauđann. Í ritgerđ sinni fjallar Eiríkur Guđmundsson um hverja bók fyrir sig, líkt og um ítarlegan ritdóm vćri ađ rćđa og svo einnig um skáldiđ, rithöfundinn og manninn Steinar Sigurjónsson. Ţetta er kćrkomiđ framlag til íslenskrar bókmenntasögu og tvímćlalaust merkasti bókmenntaviđburđur á Íslandi á ţessu ári.
Eiríkur Guđmundsson telur ađ enn eigi margt eftir ađ koma upp á yfirborđiđ sem varpa muni nýju ljósi á skáldiđ, rithöfundinn og manninn Steinar Sigurjónsson. Og aug­ljóst má telja ađ ţar verđi ekki allir sammála ţegar kemur ađ ţví ađ draga upp mynd af ţeirri persónu sem Steinar hafđi ađ geyma. Margt af ţví sem kemur fram og haft er eftir einstökum heimildarmönnum gefur ekki trúverđuga mynd af Steinari og sú athugasemd Eiríks Guđmundssonar ađ „... ţađ vćri ađ ćra óstöđugan ađ rekja fylliríissögur af Steinari Sigurjónssyni,” (106) eru misvísandi. Ţađ er vel ţekkt í heimi lista ađ sagđar eru ýkjusögur af listamönnum og skáldum. Ţetta á ekki síst viđ ţegar fjallađ er um drykkjuskap og óreglu, og ţótt glansmyndir af drykkjuskap geti veriđ litríkar er yfirleitt talađ niđrandi um slíkt. Ţetta viđurkennir Eiríkur ţegar hann segir ađ „... líklega hafi ýmsir sem fjallađ hafa um verk Steinars Sigurjónssonar gert of mikiđ úr „... lýsingum hans á fylliríum og skolpi heimsins.” (69). Eiríkur segir ađ sjöundi áratugurinn í lífi Steinars hafi „... einkennst af slarki ... ráfandi um miđbćinn međ stór augu, stundum athvarfslaus ... stundum í slagtogi međ mönnum sem áttu flösku í poka.” (101). En ţá er líka rétt ađ hafa í huga ađ sjöundi áratugurinn var jafnframt helsta blómaskeiđ í rithöfundaferli Steinars. Ţetta viđurkennir Eiríkur ţegar hann segir ađ međ ritverkum Steinars á sjöunda áratugnum hafi „... veriđ sleginn nýr tónn í íslenskum fagurbókmenntum, bćđi hvađ varđar form og innihald.” (23). Steinar datt aldrei niđur í óreglu eđa eymd vegna aumingjadóms eđa sjálfsvorkunnar. Mér virđist sem hann hafi haft fullkomiđ vald yfir ţeim lífsstíl sem hann valdi sér. Hann var rithöfundur af innsta eđli og hann tók á sig hin ýmsu gervi á leiksviđi lífsins ef svo má segja. Ţađ gefur ranga mynd af Steinari Sigurjónssyni ţegar ţví er haldiđ fram ađ hinar dökku hliđar mannlífsins sem birtast í verkum hans séu endurómur frá innbyrđis sálarkvöl. Ţađ var einmitt í ţessa veröld sem hann sótti efniviđ sem honum tókst ađ glćđa lífi í verkum sínum. Módernísk tilţrif Steinars voru honum eđlileg – hefđbundinn frásagnarstíll hentađi honum ekki. Hann skrifađi eins og hugur hans bauđ – ekki samkvćmt pöntun, ekki fyrir bókaútgefendur eđa lesendur. Lýsing Einars Guđmundssonar sem Eiríkur vísar til (102) gefa villandi og ótrúverđuga mynd af skáldinu og rithöfundinum Steinari Sigurjónssyni. Vissulega var háttsemi Steinars oft furđuleg, en ţađ gildir einnig um marga, annars dagfarsprúđa einstaklinga. Steinar hannađi sjálfur ţau hlutverk sem hann lék og í raun hafđi hann fullkomiđ vald yfir háttsemi sinni. Hann rćddi oft og af yfirvegun um ţessi „hlutverk” sín og gerđi oft grín ađ ţeim persónum sem hann var ađ túlka hvort sem ţađ var í raun eđa í skáldskap.
Eiríkur Guđmundsson kemst víđa vel ađ orđi ţar sem hann lýsir Steinari og verkum hans. Hann segir ađ verk Steinars séu „... bćđi hvađ form og innihald varđar – andóf gegn ofbeldi skynseminnar sem kćfir sönginn í brjóstum manna.” (141). Og bćtir svo viđ: „Steinar var öđru fremur bókmenntalegur höfundur, og verk hans nćr póesíunni en nokkru öđru.” (141). Á öđrum stađ segir Eiríkur: „Af andófi gegn upplýstri skynsemi er nóg í verkum Steinars, ţađ andóf grundvallast af fagurfrćđilegu viđhorfi.” (154). Og enn víkur Eiríkur ađ fagurfrćđinni: „Fáir áttuđu sig á fagurfrćđi Steinars, fegurđinni í rökkrinu og ljótleikanum, og ţví viđhorfi hans ađ mögulega ţyrfti lífiđ ađ halda mönnum niđri í skítnum til ţess ađ ţeir yrđu fagrir.” (93). Í umsögn sinni um skáldsöguna Djúpiđ segir Eiríkur: „Styrkur Steinars sem höfundar í verkum á borđ viđ Djúpiđ og Ţú (og síđar í Kjallaranum) felst ekki síst í ljóđrćnu frelsi ... líkt og í nútímalegri ljóđlist sem hverfist einvörđungu um sjálfa sig.” (121). Og Eiríkur bćtir viđ: „Djúpiđ stendur stakt í höfundarverki Steinars og á sér... fáar – ef nokkrar – hliđstćđur í íslenskri skáldsagnagerđ.” (113). Djúpiđ er súrrealískt verk og mjög í ćtt viđ ljóđrćna ţćtti og prósa í bókunum Brotabrot, Ţú og Hér erum viđ.
Eiríkur Guđmundsson víkur sérstaklega ađ persónulegum einkennum Steinars: „Verk Steinars allar götur frá upphafi ferils hans einkennast af örvćntingarfullri tilraun til ađ komast inn í kviku lífsins.” (17). Og hann bćtir viđ ađ rithöfundur líkt og Steinar „... finnur lífi sínu tilgang í afneitun eđa fórn.” (19).
Fram kemur hjá Eiríki ađ Steinar hafi haldiđ ţví fram „... ađ honum vćri međ öllu fyrirmunađ ađ skrifa um sjálfan sig.” (146). Ég held ađ ţađ sé mikiđ til í ţví ţótt ţađ sé vissulega rétt hjá Eiríki, eins og hann kemst ađ orđi, ađ Steinar standi „... furđulega nálćgt verkum sínum.” (146). Ţađ er kannski helst í skáldsögunni Siglingu ţar sem Steinar tekur á sig gervi söguhetjunnar. Um ţá bók segir Eiríkur: „Sigling er fljótandi verk, heillandi í formleysu.” (126).
Eiríkur víkur ađ skáldsögunni Blandađ í svartan dauđann og segir ađ bókin „... sé í vissum skilningi tímamótaverk... í íslenskri skáldsagnagerđ ţar sem slorlyktina leggur af síđunum og ástríđur bađast í brennivíni, í texta sem á sér fáar hliđstćđur í íslenskum bókmenntum.” (60). Um ađra skáldsögu Steinars, Ástarsögu, segir Eiríkur ađ ţar sé „... sjómannslífi lýst á óvćgnari hátt en áđur hafđi tíđkast í íslenskum bókmenntum, međ ađferđum sem voru nýstárlegar í íslensku samhengi.” (22). Međ „ađferđum” á hann vćntan­lega einkum viđ framburđarstafsetningu textans. Almennt segir Eiríkur um verk Steinars ađ ţau „... einkennist frá fyrstu tíđ af sérstćđu orđtaki... er telja má einstakt í íslenskum bókmenntum... máli sem átti rćtur sínar ađ rekja til alţýđu manna í íslenskum sjávarţorpum.” (74). Ţá segir Eiríkur: „Steinar Sigurjónsson var ekki raunsćisrithöfundur. Ţrátt fyrir ókrćsilegar lýsingar er einhver brakandi sólarfegurđ í textanum.” (66). Og ađ lokum segir Eiríkur Guđmundsson: „Kannski eigum viđ ekki ađ reyna ađ skilja Steinar, heldur einfaldlega njóta verka hans og ţess ljóma sem ţau bregđa á lífiđ ... skynja og gruna, fremur en skilja. (131).

PS.
Ég ćtla ađ ljúka ţessari umfjöllun minni um Ritsafn Steinars Sigurjónssonar á per­sónu­legum nótum, bregđa upp tveim svipmyndum frá kynnum okkar Steinars en viđ kynntumst fyrst ţegar viđ áttum heima í Vestmannaeyjum á 6. áratugnum. Ţótt Steinar hafi á yfirborđinu ţótt hrjúfur, brothćttur og rótlaus var hann í raun fastur fyrir og metn­ađarfullur rithöfundur. Áriđ 1965 birtist í Lesbók Morgunblađsions Dagbókarbrot eftir Steinar. Ţađ var síđan endurprentađ í Lesbókinni 2005 í tilefni af 80 ára afmćli hans. Kannski mćtti kalla ţetta fylliríissögu en í mínum huga er ţetta hugljúf endurminning frá kvöldstund ţegar viđ Steinar og Jónas Svavár fórum saman í heimsókn voriđ 1961 til hjónanna Ingibjargar og Einars Tönsberg sem ţá bjuggu á Sogamýrarbletti 46 (nálćgt ţar sem nú er Síđumúli 6 og nćsta nágrenni) og ráku ţar myndarlegan búskap međ hćnsnum, svínum og nokkrum gćsum, nutum ţar samverunnar, drukkum kaffi međ nýbökuđu brauđi, sem Ingibjörg var ađ taka út úr ofninum, sungum og dönsuđum út í vornóttina og kyrjuđum sálmalög viđ undirleik húsráđandans sem lék undir á lítiđ fornfálegt kirkjuorgel sem hann hafđi ţá eignast. Ţá um sumariđ fluttist ég til Bandaríkjanna og bjó ţar međ fjölskyldu minni nćstu árin.
Í bréfi sem Steinar skrifađi mér í apríl 1964 (en ţá bjó hann á Vatnsendabletti 191, sumarbústađ viđ Elliđavatn, sem hann hafđi ţá keypt) víkur hann nokkrum orđum ađ trúarlegum hugleiđingum mínum frá fyrra sendibréfi. Ţar skrifar Steinar međal annars međ fallegri rithönd sinni á blágrćnan pappír:

Ţú segist vera búinn ađ tapa ţví litla sem eftir var af guđstrúnni, en hvađ tekur viđ? Ertu orđinn sami vonlausi trúleysinginn og allir hinir vonlausu listamenn dagsins? Ţađ léti svo sem ekki nema ađ líkum: Mađur verđur nauđugur viljugur ađ dragast mjög áleiđis niđur í drulludíki ţessa tíma; ţví miđur eru allar fagrar blekkingar ađ hverfa fyrir galtómri rökhyggju og raunhćfi. Sósíalisminn er svo drepandi leiđinlegur vegna ţess ađ hann vantar ţessa fleygu blekkingu, en Kierkegaard hef ég ekki lesiđ, ekki enn. Ég býst viđ ađ listamađur sé ávallt ţađ sem ţjóđ eđa heimur er. Ég vildi satt ađ segja ekkert fremur en einhver mikilúđleg blekking fengi hafist vegna ţess ördeyđis sem í nösunum er, ađ blóđ streymdi nú einhvern daginn inn í ćđarnar og rćki skolpiđ út.

Í ţessu sama bréfi segir Steinar: „Eftir ađ hafa í eitt ár veriđ ađ reyna ađ selja handrit ađ skáldsögu minni Hamingjuskiptum og eftir ađ fimm stćrstu bókaforlög landsins hafa hafnađ ţví – hef ég nú selt söguna og verđur hún gefin út í sumar eđa haust hjá Iđunni.”


        Forsíđan


        Stínurnar


        Höfundar


        Nýtt efni


        Stina
        International


        Áskrift


        Ritstjórn


        Fréttir


        Krćkjur